Vertu velkomin/nn á nýju síðuna okkar!

Kæru súlu vinir, nú höfum við hjá Pole Sport fréttir að færa við höfum tekið upp nýja heimasíðu.

Nú höfum við bætt við okkur vefverslun og einnig höfum við umbreytt öllu skráningar kerfinu okkar.

Skráningar kerfið okkar er núna þannig að þú verslar þér ekki námskeið heldur skipti í viku.

Svo þú velur t.d 4 skipti í viku og velur hvaða tíma þú vilt mæta í hverja vikuna. Þá ertu ekki föst/fastur á einhverjum sérstökum tíma næstu 30 daga heldur velur þú þína tímatöflu eins og hentar þér hverju sinni.

ATH! Ef það eru 3 eða færri skráðir í tíma þá falla þeir niður.

Vertu viss um að skrá þig tímanlega því að það er takmarkað pláss í hverjum tíma, hér í Pole Sport er 1 manneskja á hvert áhald.